Enski boltinn

Glen Johnson um Carroll: Mótherjarnir eru skíthræddir við hann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll og Kenny Dalglish.
Andy Carroll og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty
Glen Johnson er viss um að nýi félagi hans hjá Liverpool, Andy Carroll, geti haft mikil og góð áhirf á enska landsliðið nú þegar hann er orðinn fastamaður í liðinu. Carroll lék sinn fyrsta landsleik á móti Frökkum í nóvember og verður væntanlega í byrjunarliðinu á móti Wales á laugardaginn.

„Mótherjarnir eru skíthræddir við hann. Það sjá allir hann fyrir sér sem öflugan framherja sem getur haldið boltanum upp á vellinum en það býr meira í honum en það," sagði Glen Johnson.

„Hann getur fengið boltann út á kanti, hann getur dregið vörnina sundur og hann skorar mörk. Eitt er víst að varnarmenn eru ekki hrifnir af því að glíma við hann," sagði Johnson.

„Hann hefur komið mér á óvart fyrstu vikurnar og hann er að bæta sig. Lífið í fótboltanum getur hinsvegar breyst á augabragði. Það er samt enginn vafi á því að hann getur haft mikil áhrif," sagði Glen Johnson.

Andy Carroll hefur verið í byrjunarliði Liverpool í síðustu tveimur leikjum en hann bíður enn eftir sínu fyrsta marki fyrir félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×