Enski boltinn

Arsenal: Góðar fréttir af meiðslum Johan Djourou

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Johan Djourou.
Johan Djourou. Mynd/Nordic Photos/Getty
Svissneski miðvörðurinn Johan Djourou gæti spilað meira með Arsenal á tímabilinu þrátt fyrir að félagið hafi afskrifað hann þegar hann meiddist á öxl í bikarleik á móti Manchester United 12. mars síðastliðinn.

Arsenal fékk góðar fréttir af Djourou í gær eftir að öxlin hans var skoðuð betur og það kom í ljós að hann þarf ekki að fara í aðgerð. Hann meiddist þegar hann lenti í samstuði við félaga sinn Bacary Sagna.

„Við getum staðfest þær jákvæðu fréttir að Johan Djourou þarf ekki að fara í aðgerð. Hann mun nú hefja endurhæfingu og mun síðan byrja að æfa eftir mánuð," sagði í fréttatilkynningu frá Arsenal.

Svissneska knattspyrnusambandið sagði í síðustu vikur að meiðslin ekki vera eins slæm og óttast hafi verið en forráðamenn Arsenal höfnuðu þeim fréttum og ítrekuðu að Djourou yrði frá út tímabilið. Nú er hinsvegar komið annað hljóð í strokkinn á Emirates.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×