Fótbolti

Henderson sjóðheitur á æfingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Enska U-21 landsliðið er nú að undirbúa sig fyrir æfingaleiki gegn Danmörku og Íslandi á næstu dögum og birti enska knattspyrnusambandið myndband frá æfingu liðsins í gær.

Leikur Englands og Íslands fer fram á Deepdale-vellinum á mánudaginn, heimavelli Preston North End.

Ísland mætir Úkraínu ytra í æfingaleik á morgun en öll ofangreind lið eru meðal þeirra þátttökuþjóða sem keppa á EM U-21 liða í Danmörku í sumar.

Jordan Henderson hefur slegið í gegn með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í vetur og undir lok myndbandsins, sem má sjá hér fyrir ofan, skorar hann glæsilegt mark.

Henderson er einn margra leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni sem spila með U-21 liði Englands og má því búast við hörkuleik gegn Íslandi á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×