Enski boltinn

Leikmaður Man City mögulega á leið í fangelsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kelvin Etuhu, til vinstri, í leik með City.
Kelvin Etuhu, til vinstri, í leik með City. Nordic Photos / Getty Images
Kelvin Etuhu, 22 ára framherji hjá Manchester City, gæti mögulega verið á leið í fangelsi fyrir líkamsárás.

Kæran verður tekin fyrir í dómstólum í Bretlandi í dag en Etuhu er gefið að sök að hafa kýlt og sparkað í mann fyrir utan spilavíti í Manchester í febrúar á síðasta ári.

Atvikið náðist á myndband í öryggismyndavélum en þar sést Etuhu slá manninn í jörðina og sparka svo þrívegis í hann.

Etuhu er uppalinn hjá Manchester City en hefur áður verið lánaður til Leicester, Cardiff og Rochdale. Eldri bróðir hans, Dickson, var einnig hjá City á sínum tíma en er nú hjá Fulham.

Hann er enn samningsbundinn City en var ekki skráður á leikmannalista liðsins fyrir núverandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×