Fótbolti

Gareth Bale er meiddur og verður ekki með á móti Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gareth Bale
Gareth Bale MyndAP
Ensku landsliðsmennirnir hafa talað um lítið annað en að stoppa Gareth Bale á blaðamannafundum fyrir leik Englands og Wales í undankeppni EM á laugardaginn en nú er ljóst að enska liðið þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af Tottenham-manninum á Millennium Stadium.

Gareth Bale tognaði aftan í læri á æfingu með velska landsliðinu og verður ekki með í þessum leik. Bale æfði ekkert með velska liðinu í gær og er farinn í frekari skoðun hjá læknum Tottenham.

Bale er nýkominn til baka eftir að hafa verið að glíma við bakmeiðsli undanfarnar vikur. Meiðslin nú eru þó ekki það slæm að hann muni missa af Meistaradeildarleikjunum á móti Real Madrid og hann gæti jafnvel náð næsta deildarleik Tottenham sem er á móti Wigan 2. april.

Gareth Bale er aðeins 21 árs gamall en hann hefur slegið í gegn með Tottenham í vetur. Það voru því margir spenntir fyrir því að sjá hversu langt hann getur farið með velska landsliðinu sem nú er undir stjórn Gary Speed.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×