Enski boltinn

Aaron Ramsey verður fyrirliði Wales á móti Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey. Mynd/Nordic Photos/Getty
Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, verður fyrirliði velska landsliðsins í leiknum á móti Englandi í undankeppni EM en hann fer fram á laugardaginn.

Gary Speed, þjálfari Wales tilkynnti þetta í dag en Ramsey er aðeins tvítugur og nýbyrjaður að spila eftir að hafa fótbrotnað illa í fyrra.

Ramsay tekur við bandinu af Craig Bellamy sem boðaði forföll í leikinn vegna hnémeiðsla. „Aaron Ramsey verður fyrirliði. Ég hugsaði lengi og vel um þetta. Eins og ég hef talað um áður þá erum við að hugsa um framtíðina," sagði Gary Speed.

„Það voru tveir eða þrír aðrir sem komu til greina en ég held að þetta sé bestu kosturinn til þess að leiða liðið inn í framtíðina," sagði Speed.

„Ég talaði við Aaron áður en ég ákvað þetta og sagði honum að þessu fylgdu ákveðnar skyldur. Hann var mjög ánægður með að heyra þetta og ég var því mjög sáttur með að gera hann að fyrirliða," sagði Speed.

Aaron Ramsey hefur spilað 11 landsleiki frá árinu 2008 og hefur skorað í þeim tvö mörk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×