Enski boltinn

Redknapp: Myndi ekki selja Modric fyrir einn milljarð punda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Modric.
Luka Modric. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það komi aldrei til greina að selja Króatann Luka Modric frá félaginu sama hvað lið munu bjóða í hann. Hinn 25 ára miðjumaður hefur verið orðaður við Manchester United og Chelsea að undanförnu.

„Ég myndi aldrei selja hann, ekki fyrir 100 milljónir punda og ekki einu sinni fyrir milljarð punda," sagði Harry Redknapp.

Luka Modric skrifaði undir sex ára samning við Spurs síðasta sumar og umboðsmaður hans hefur dregið úr öllum fréttum um að leikmaðurinn sé spenntur fyrir að spila annarsstaðar.

Hinir tveir Króatarnir í liði Tottenham, Niko Kranjcar og Vedran Corluka, gætu hinsvegar verið á förum en Kranjcar hefur fengið afar lítið að spila á þessum tímabili.

„Niko er frábær leikmaður og góður náungi. Hann er mjög kurteis en hefur bara ekki haft neina heppni með sér. Ég vil ekki að hann fari frá félaginu því hann var frábær á síðasta tímabili. Málið er bara að við höfum Gareth Bale á vinstri vængnum. Trúið mér samt þegar ég segi að Niko kemst aftur í liðið þó ég geti ekki sagt hvenær," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×