Enski boltinn

Bale fór ekki meiddur til landsliðsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir það ekki vera rétt að Gareth Bale hafi mætt í æfingabúðir welska landsliðsins meiddur.

"Ég hefði ekki sent hann til móts við landsliðið ef hann væri meiddur," sagði Redknapp en einhver fýla kom í forráðamenn welska landsliðsins er þeir uppgötvuðu að Bale væri meiddur.

Hann spilaði í 90 mínútur gegn West Ham áður en hann fór til móts við landsliðið. Þegar hann er síðan kominn til landsliðsins uppgötvast að Bale er lítillega meiddur.

"Gareth hljóp meira í leiknum gegn West Ham en hann hefur áður gert. Þegar hann fór frá okkur var hann svo sannarlega ekki meiddur," bætti Redknapp við.

Meiðsli Bale er mikið áfall fyrir Wales sem á erfiðan leik fram undan gegn Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×