Enski boltinn

Ferdinand forðaðist það að hitta Capello

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello fylgist með þeim Rio Ferdinand og John Terry.
Fabio Capello fylgist með þeim Rio Ferdinand og John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, segir að Rio Ferdinand hafi forðast sig þegar fréttist af því að Capello ætlaði taka af honum fyrirliðabandið í enska landsliðinu og láta John Terry fá það aftur. Capello þótti ekki skemmtilegt að horfa á hina ýmsu leikmenn liðsins skiptast á fyrirliðabandið á móti Dönum á dögunum á meðan Terry var enn inn á vellinum.

Rio Ferdinand var gerður að fyrirliða enska landsliðsins þegar John Terry missti fyrirliðabandið fyrir rúmu ári síðan en það varð aldrei af því að Rio bæri bandið á HM í Suður-Afríku því hann meiddist skömmu fyrir mót.  Ferdinand hefur líka verið mikið meiddur á þessu tímabili og hefur aðeins náð að leika einn landsleik á sama tíma og Terry hefur verið með í þeim flestum.

Capello mætti á tvo stórleiki Manchester United á stuttum tíma; í enska bikarnum á móti Arsenal og í Meistaradeildinni á móti Marseille.  „Hann kom ekki og talaði við mig og þið verðið að spyrja hann af hverju. Ég var í heiðursstúkunni og hann vissi alveg hvar ég var," sagði Capello.

„Ég reyndi að hitta Rio á Marseille leiknum en hann vildi það ekki. Ég hefði kannski getað staðið betur að þessu en því verður ekki breytt úr þessu. Ég get skilið hann að vissu leyti en ég varð að taka ákvörðun. Ég vonast til að hitta hann í næstu framtíð," sagði Capello en Rio Ferdinand hefur verið frá vegna kálfameiðsla í nokkrar vikur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×