Innlent

Flutningabíll með mysu valt í Víkurskarði

Mynd/Google Maps.
Mynd/Google Maps.
Stefnt er að þvi að ná stórum flutningabíl með tengivagni, sem valt út af veginum um Víkurskarð í gær, upp á veginn í dag.

Bíllinn var á leið til Egilsstaða frá Akureyri með mysu. Ástæða þess að hann fór út af veginum er ókunn en stíf norðvestan átt var í gærdag á svæðinu, éljagangur og hálka.

Bíllinn var með tengivagn og leikur grunur á að vagninn hafi mögulega runnið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík var ökumaður einn í bílnu og er ekki vitað til þess að hann hafi slasast. Hann var þó fluttur til Akureyrar í gær til skoðunar.

Flutningabíllinn liggur nú um 50 metra frá veginum, efst austan megin í Víkurskarði. Ekki er vitað hvort hann er í ökufæru ástandi en reiknað er með því að fulltrúar Mjólkursamsölunnar sjái um björgunaraðgerðirnar í dag, með aðstoð lögreglu ef þörf krefur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×