Enski boltinn

Rooney segist ekki vera á förum frá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rooney og Ferguson.
Rooney og Ferguson.
Wayne Rooney, framherji Man. Utd, segir ekkert vera hæft í þeim fréttum að vandræði séu í samskiptum hans og Sir Alex Ferguson, stjóra liðsins.

Einhverjir fjölmiðlar hafa gengið svo langt að halda því fram að Ferguson sé að íhuga að selja leikmanninn í sumar þar sem hann hefur engan veginn náð sér á strik í vetur.

Rooney segist þó ekki vera á förum.

"Það eru engin vandræði á milli mín og Sir Alex. Ég er að njóta fótboltans hjá félaginu og ef ég væri á förum í sumar þá hefði ég ekki skrifað undir nýjan samning við félagið," sagði Rooney.

"Ég ætla að standa við samninginn. Það er samt oft pirrandi að svara þessum sögusögnum. Ég verð hér í mörg ár í viðbót og fram á fertugsaldurinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×