Líklega kosið um stjórnlagaþing meðfram Icesave Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2011 18:56 Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer í síðasta lagi fram eftir tvo mánuði. Tillaga að kjördegi verður væntanlega lögð fyrir ríkisstjórn í fyrramálið. Þegar forseti Íslands hafnaði fyrri Icesavelögunum hinn 5. janúar 2010 voru engin lög til um þjóðaratkvæðagreiðslur í landinu. Alþingi þurfti því að setja sérlög um þjóðaratkvæðagreiðsluna og gekk hratt til verka og afgreiddi þau lög þremur dögum eftir synjun forsetans. Þar var tekið fram að atkvæðagreiðslan skyldi ekki fara fram síðar en fyrsta laugardag í mars og gekk það eftir og gengu landsmenn að kjörborðinu hinn 6. mars 2010. Frumvarp sem forsætisráðherra hafði lagt fram um þjóðaratkvæðagreiðslur þremur mánuðum áður en forsetinn synjaði fyrri Icesave lögunum, varð að lögum í júní 2010 og eftir þeim lögum mun þjóðaratkvæðagreiðslan vegna síðustu synjunar forsetans fara fram. Samkvæmt þeim skal innanríkisráðherra ákveða spurninguna á kjörseðlinum og atkvæðagreiðslan skal fara fram eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að forseti synjar lögum staðfestingar. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að öllum líkindum leggja fram tillögu að kjördegi á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Auglýsing um atkvæðagreiðsluna skal birt að minnsta kosti mánuði áður en hún fer fram. Ef kosningarnar verða auglýstar í þessari viku geta þær því í fyrsta lagi farið fram hinn 26. mars en í síðasta lagi hinn 16. apríl. Landskjörstjórn sagði af sér á dögunum eftir að Hæstiréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ólöglegar. Alþingi þarf því að kjósa nýja landskjörstjórn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis segist reikna með að tilnefningar stjórnmálaflokkanna liggi fyrir í vikunni og Alþingi gangi frá kosningunni fyrir vikulokin. Landskjörstjórn skipuleggur kosningarnar og innanríkisráðherra skal senda öllum kosningabærum mönnum eintak af lögunum eigi síðar en viku fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegast að kosningarnar fari fram níunda eða 16. apríl og að þá verði einnig kosið aftur til stjórnlagaþings, um þá frambjóðendur sem voru í framboði í stjórnlagaþingskosningunum í haust. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer í síðasta lagi fram eftir tvo mánuði. Tillaga að kjördegi verður væntanlega lögð fyrir ríkisstjórn í fyrramálið. Þegar forseti Íslands hafnaði fyrri Icesavelögunum hinn 5. janúar 2010 voru engin lög til um þjóðaratkvæðagreiðslur í landinu. Alþingi þurfti því að setja sérlög um þjóðaratkvæðagreiðsluna og gekk hratt til verka og afgreiddi þau lög þremur dögum eftir synjun forsetans. Þar var tekið fram að atkvæðagreiðslan skyldi ekki fara fram síðar en fyrsta laugardag í mars og gekk það eftir og gengu landsmenn að kjörborðinu hinn 6. mars 2010. Frumvarp sem forsætisráðherra hafði lagt fram um þjóðaratkvæðagreiðslur þremur mánuðum áður en forsetinn synjaði fyrri Icesave lögunum, varð að lögum í júní 2010 og eftir þeim lögum mun þjóðaratkvæðagreiðslan vegna síðustu synjunar forsetans fara fram. Samkvæmt þeim skal innanríkisráðherra ákveða spurninguna á kjörseðlinum og atkvæðagreiðslan skal fara fram eigi síðar en tveimur mánuðum eftir að forseti synjar lögum staðfestingar. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að öllum líkindum leggja fram tillögu að kjördegi á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. Auglýsing um atkvæðagreiðsluna skal birt að minnsta kosti mánuði áður en hún fer fram. Ef kosningarnar verða auglýstar í þessari viku geta þær því í fyrsta lagi farið fram hinn 26. mars en í síðasta lagi hinn 16. apríl. Landskjörstjórn sagði af sér á dögunum eftir að Hæstiréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ólöglegar. Alþingi þarf því að kjósa nýja landskjörstjórn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis segist reikna með að tilnefningar stjórnmálaflokkanna liggi fyrir í vikunni og Alþingi gangi frá kosningunni fyrir vikulokin. Landskjörstjórn skipuleggur kosningarnar og innanríkisráðherra skal senda öllum kosningabærum mönnum eintak af lögunum eigi síðar en viku fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegast að kosningarnar fari fram níunda eða 16. apríl og að þá verði einnig kosið aftur til stjórnlagaþings, um þá frambjóðendur sem voru í framboði í stjórnlagaþingskosningunum í haust.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira