Lífið

Eins og súpermódel ber að ofan

MYNDIR/Cover Media
Á meðfylgjandi myndum má sjá nýju Two and a Half Men stjörnuna, leikarann Ashton Kutcher, 33 ára, njóta sín á sýningarpöllunum í Sao Paulo í Brasilíu við hlið brasilísku ofurfyrirsætunnar Alessöndru Ambrosio þar sem þau sýndu sumarlínu tískurisa þar í landi, Colcci.

Ashton vann módelsamkeppnina Fresh Faces of Iowa árið 1997 en það var einmitt þar sem módel- og leiklistarferill hans hófst. Leikarinn varð frægur í hlutverki Michael Kelso í sjónvarpsþáttunum That´s 70s show.

Þá má einnig sjá Ashton á stuttbuxum einum fata í strandblaki deginum áður í myndasafni.

Einn heppinn lesandi Lífsins fær gefins tvo miða á Gusgus tónleikana í kvöld. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.