Enski boltinn

Grant og Ben Haim í fríi um helgina

Avram Grant, stjóri Chelsea.
Avram Grant, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Þeir Avram Grant knattspyrnustjóri og Tal Ben Haim varnarmaður munu missa af leik West Ham gegn Stoke City á laugardaginn.

Á laugardaginn er Yom Kippur sem er dagur iðrunar í gyðingatrú. Hann er einn helgasti dagur ársins hjá gyðingum en þeir Grant og Ben Haim eru báðir frá Ísrael.

Líklegt er að Zeljko Petrovic muni taka við stjórn West Ham í leiknum en liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum til þessa á tímabilinu.

West Ham er í neðsta sæti deildarinnar en Stoke í átjánda sæti með þrjú stig eftir sigurinn á Aston Villa í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×