Sjónvarpslaust og kósí á hverju fimmtudagskvöldi 15. september 2010 07:00 forsprakkar <B>Sigurður Ásgeir Árnason og trúbadorinn </B>Svavar Knútur eru mennirnir á bak við Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld. fréttablaðið/arnþór Viðburðurinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld verður haldinn í fyrsta sinn í Slippsalnum á fimmtudaginn. Fólk er hvatt til að hvíla sig á sjónvarpinu og njóta íslenskrar menningar í kósí stemningu. „Þetta verður svona kakó, vöfflu stemning,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason úr hljómsveitinni Ultra Mega Technobandið Stefán. Sigurður og trúbadorinn Svavar Knútur skipuleggja viðburðinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld sem verður haldinn í fyrsta sinn á fimmtudaginn í Slippsalnum við Mýrargötu þar sem Nema Forum er til húsa. „Við spiluðum þarna á Melodica Festival og urðum ástfangnir af staðnum. Þá vaknaði sú hugmynd að hafa þarna menningarviðburð á fimmtudagskvöldum,“ segir Sigurður Ásgeir. „Salurinn er í Viktoríustíl, eins og blanda af hótelbar og forstofu hjá enskum 19. aldar landkönnuði. Þarna er kósí stemning sem ég hef ekki séð í sal á Íslandi.“ Fjölbreytt atriði verða í fyrirrúmi en þó í nokkurs konar dagskrár- eða kvöldvökuformi. Á hverju kvöldi verða atriði úr eftirfarandi flokkum: söngvaskáld, klassík eða djass, upplestur á ljóðum, ritverkum eða leiklestur og tónleikar með hljómsveit. Á fyrsta kvöldinu stíga á svið Svavar Knútur, píanóleikarinn Marteinn Knaran, hljómsveitin Útidúr og fleiri gestir. „Íslensk tónlistarmenning er orðin eitthvað svo rotin. Það er allt tengt við fyllirí á sama tíma og við eigum flottustu listamenn í heiminum miðað við höfðatölu. Við erum orðnir leiðir á þessu,“ segir Sigurður og hvetur fólk til að hvíla sig á sjónvarpinu eitt kvöld í viku eins og hér á árum áður. Miðaverð er kr. 1.500 og er takmarkaður fjöldi á hvert kvöld. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.30 og stendur til kl. 23. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Viðburðurinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld verður haldinn í fyrsta sinn í Slippsalnum á fimmtudaginn. Fólk er hvatt til að hvíla sig á sjónvarpinu og njóta íslenskrar menningar í kósí stemningu. „Þetta verður svona kakó, vöfflu stemning,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason úr hljómsveitinni Ultra Mega Technobandið Stefán. Sigurður og trúbadorinn Svavar Knútur skipuleggja viðburðinn Sjónvarpslaus fimmtudagskvöld sem verður haldinn í fyrsta sinn á fimmtudaginn í Slippsalnum við Mýrargötu þar sem Nema Forum er til húsa. „Við spiluðum þarna á Melodica Festival og urðum ástfangnir af staðnum. Þá vaknaði sú hugmynd að hafa þarna menningarviðburð á fimmtudagskvöldum,“ segir Sigurður Ásgeir. „Salurinn er í Viktoríustíl, eins og blanda af hótelbar og forstofu hjá enskum 19. aldar landkönnuði. Þarna er kósí stemning sem ég hef ekki séð í sal á Íslandi.“ Fjölbreytt atriði verða í fyrirrúmi en þó í nokkurs konar dagskrár- eða kvöldvökuformi. Á hverju kvöldi verða atriði úr eftirfarandi flokkum: söngvaskáld, klassík eða djass, upplestur á ljóðum, ritverkum eða leiklestur og tónleikar með hljómsveit. Á fyrsta kvöldinu stíga á svið Svavar Knútur, píanóleikarinn Marteinn Knaran, hljómsveitin Útidúr og fleiri gestir. „Íslensk tónlistarmenning er orðin eitthvað svo rotin. Það er allt tengt við fyllirí á sama tíma og við eigum flottustu listamenn í heiminum miðað við höfðatölu. Við erum orðnir leiðir á þessu,“ segir Sigurður og hvetur fólk til að hvíla sig á sjónvarpinu eitt kvöld í viku eins og hér á árum áður. Miðaverð er kr. 1.500 og er takmarkaður fjöldi á hvert kvöld. Dagskráin hefst stundvíslega kl. 20.30 og stendur til kl. 23. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira