Villa tryggði Spánverjum sæti í undanúrslitum - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. júlí 2010 20:21 Spánverjar fagna marki David Villa í kvöld. Nordic Photos / AFP David Villa var enn og aftur hetja Spánverja er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Paragvæ í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku. Markið kom undir lok leiksins en bæði lið misnotuðu vítaspyrnu í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en Nelson Valdez náði þó að koma knettinum í netið fyrir Paragvæ en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Heldur lítið gerðist í spænsku sókninni og rataði ekkert skot á markið hjá Spánverjum. Síðari hálfleikur byrjaði líka rólega en það dró heldur betur til tíðinda á 57. mínútu. Paragvæ fékk þá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Upp úr henni braut Gerard Pique, varnarmaður Spánar, af sér þegar hann togaði niður Oscar Cardozo. Víti var dæmt og Cardozo tók vítið sjálfur. Iker Casillas greip hins vegar vítið frá honum og hélt Spánverjum þar með inn í leiknum. Strax í næstu sókn dró til tíðinda hinum megin á vellinum. David Villa komst þá í gegnum vörn Paragvæ en Antolin Alcaraz braut á honum og aftur var dæmt víti. Xabi Alonso tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Dómarinn dæmdi hins vegar vítið ólöglegt þar sem einn leikmaður Spánar var kominn inn í vítateiginn þegar að Alonso tók vítið. Alonso tók því vítið aftur og í þetta sinn varði Justo Villar, markvörður Paragvæ, frá honum á glæsilegan máta. Sannarlega ótrúleg atburðarrás á aðeins örfáum mínútum. Spánverjar héldu áfram að sækja eftir þetta og uppskáru loksins mark á 82. mínútu. Andres Iniesta átti góðan sprett upp völlinn og kom boltanum á varamanninn Pedro sem skaut í stöngina. David Villa náði frákastinu og skoraði ótrúlegt mark - í stöngina, aftur í stöngina og svo inn. Undir lok leiksins fengu bæði lið færi til að skora. Fyrst komst Lucas Barrios í ágætt skotfæri en Casillas varði vel frá honum. Stuttu síðar fékk David Villa tækifæri til að gulltryggja Spánverjum sigurinn en þá varði Villar frá honum. Niðurstaðan því 1-0 sigur eftir afar dramatískan síðari hálfleik og mæta Spánverjar því Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudagskvöldið. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira
David Villa var enn og aftur hetja Spánverja er hann tryggði sínum mönnum 1-0 sigur á Paragvæ í fjórðungsúrslitum HM í Suður-Afríku. Markið kom undir lok leiksins en bæði lið misnotuðu vítaspyrnu í síðari hálfleik. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en Nelson Valdez náði þó að koma knettinum í netið fyrir Paragvæ en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Heldur lítið gerðist í spænsku sókninni og rataði ekkert skot á markið hjá Spánverjum. Síðari hálfleikur byrjaði líka rólega en það dró heldur betur til tíðinda á 57. mínútu. Paragvæ fékk þá sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Upp úr henni braut Gerard Pique, varnarmaður Spánar, af sér þegar hann togaði niður Oscar Cardozo. Víti var dæmt og Cardozo tók vítið sjálfur. Iker Casillas greip hins vegar vítið frá honum og hélt Spánverjum þar með inn í leiknum. Strax í næstu sókn dró til tíðinda hinum megin á vellinum. David Villa komst þá í gegnum vörn Paragvæ en Antolin Alcaraz braut á honum og aftur var dæmt víti. Xabi Alonso tók vítið og skoraði af miklu öryggi. Dómarinn dæmdi hins vegar vítið ólöglegt þar sem einn leikmaður Spánar var kominn inn í vítateiginn þegar að Alonso tók vítið. Alonso tók því vítið aftur og í þetta sinn varði Justo Villar, markvörður Paragvæ, frá honum á glæsilegan máta. Sannarlega ótrúleg atburðarrás á aðeins örfáum mínútum. Spánverjar héldu áfram að sækja eftir þetta og uppskáru loksins mark á 82. mínútu. Andres Iniesta átti góðan sprett upp völlinn og kom boltanum á varamanninn Pedro sem skaut í stöngina. David Villa náði frákastinu og skoraði ótrúlegt mark - í stöngina, aftur í stöngina og svo inn. Undir lok leiksins fengu bæði lið færi til að skora. Fyrst komst Lucas Barrios í ágætt skotfæri en Casillas varði vel frá honum. Stuttu síðar fékk David Villa tækifæri til að gulltryggja Spánverjum sigurinn en þá varði Villar frá honum. Niðurstaðan því 1-0 sigur eftir afar dramatískan síðari hálfleik og mæta Spánverjar því Þjóðverjum í undanúrslitum á miðvikudagskvöldið. Samantekt úr leiknum má sjá með því að smella á Brot af því besta á HM-vef Vísis, undir flipanum VefTV.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira