Fótbolti

LASK Linz tapaði forystunni eftir að Garðari var skipt útaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson
Garðar Gunnlaugsson
Garðar Gunnlaugsson var í byrjunarliði LASK Linz í 2-2 jafntefli á útivelli á móti Austria Kärnten í austurísku deildinni í kvöld og lagði upp seinna mark liðsins. Austria Kärnten er í neðsta sæti deildarinnar en Linz er þremur sætum og 23 stigum ofar.

LASK Linz komst í 2-0 á fyrstu 35 mínútum leiksins og var 2-1 yfir þegar Garðari var skipt útaf á 71. mínútu leiksins. Leonhard Kaufmann tryggði heimamönnum eitt stig þegar hann jafnaði leikinn tíu mínútum eftir að Garðari var skipt útaf.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×