Fótbolti

Spánverjar skoruðu tvö gegn Hondúras

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Spánn vann sinn fyrsta leik á HM í knattspyrnu þegar liðið lagði Hondúras, 2-0, í lokaleik dagsins.

David Villa skoraði bæði mörk Spánverja í dag en hann fékk fjölmörg tækifæri til að fullkomna þrennuna. Hann brenndi til að mynda af víti í leiknum.

Spánn tapaði fyrir Sviss í fyrstu umferð mótsins en Evrópumeistararnir komust á beinu brautina í dag og dugir nú sigur gegn Chile í lokaumferðinni til að komast áfram í 16-liða úrslitin.

Spánverjar hefðu með réttu átt að skora mun fleiri mörk í leiknum í kvöld en það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda að þessu sinni.

Fernando Torres var í byrjunarliðinu í kvöld en náði ekki að skora. Né heldur Cesc Fabregas sem kom inn á sem varamaður um miðjan síðari hálfleik fyrir Xavi Hernandez.

Mikil spenna er fyrir lokaumferðina í riðlinum en það gæti dugað Sviss að vinna Hondúras til að komast áfram í 16-liða úrslitin. Chile er nú með fullt hús stiga en gæti setið eftir með sárt ennið ef liðið tapar fyrir Spánverjum í lokaumferðinni og Sviss vinnur sinn leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×