Erlent

Hefja friðarviðræður

Mitchell og Abbas funduðu um helgina.
Mitchell og Abbas funduðu um helgina. Mynd/AP

Palestínumenn hafa ákveðið að hefja óbeinar friðarviðræður við ráðamenn í Ísrael en þær hafa legið niðri í rúmt eitt og hálft ár. Eitt helsta deilumálið sem kemur í veg fyrir að formlegar viðræður hefjist er bygging 1600 nýrra íbúða gyðinga í austurhluta Jerúsalem en þar vilja Palestínumenn að verði höfuðborg sjálfstæðrar Palestínu. Ísraelar hafa tilkynnt að hægt verði á framkvæmdunum en Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, krefst þess að þeim verði slegið á frest.

George Mitchell, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar í málefnum Mið-Austurlanda, hefur undanfarna daga fundað með leiðtogum Ísraela og Palestínumana. Búist er við því að hann muni dvelja á svæðinu næstu mánuði og reyna að miðla málum milli deiluaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×