Enski boltinn

Eiður Smári áfram á varamannabekknum hjá Tony Pulis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í byrjunarliði Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag en Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur ákveðið að treysta á þá Kenwyne Jones og Tuncay Sanli í framlínu sinni.

Stoke heimsækir þá Everton á Goodison Park en lærisveinar Tony Pulis hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum í deild og deildarbikar. Liðin eru með jafnmörg stig en Everton er tveimur sætum ofar á betri markatölu.

Eiður Smári hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Stoke í deildinni en tvisvar hefur hann setið allan tímann á varamannabekknum.

Eiður hefur alls spilað í 63 mínútur í Stoke-búningnum í ensku úrvalsdeildinni en hann lék síðan í 62 mínútur í tapi í framlengingu á móti West Ham í enska deildarbikarnum í vikunni.

Byrjunarlið Stoke á móti Everton: Begovic, Huth, Shawcross, Faye, Collins, Walters, Whitehead, Wilson, Etherington, Sanli, Jones

Varamenn Stoke á móti Everton: Nash, Higginbotham, Whelan, Eiður Smári Guðjohnsen, Pennant, Delap, Wilkinson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×