Brosnan hermdi ekki eftir Tony Blair 8. apríl 2010 06:00 Brosnan þykir ansi líkur Tony Blair í kvikmyndinni The Ghost Writer. Pierce Brosnan segist ekki vera að leika Tony Blair í kvikmynd Romans Polanski, The Ghost Writer. Þetta kemur fram í viðtali við gamla Bond-leikarann í The Scotsman. Brosnan viðurkennir að vissulega séu mikil líkindi með persónu hans í myndinni og fyrrum forsætisráðherra Bretlands. The Ghost Writer segir frá ævisagnaritara, leikinn af Ewan McGregor, sem er falið að skrifa ævisögu forsætisráðherra Bretlands. Brosnan viðurkennir hins vegar í viðtalinu að honum hafi dottið Blair fyrst í hug þegar hann las handritið. „Líkindin eru vissulega fyrir hendi. Persónan mín er forsætisráðherra hjá verkmannaflokknum sem er sakaður um stríðsglæpi og fyrir að vera of náinn Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum," segir Brosnan. Þegar fundum leikstjórans og leikarans bar saman var fyrsta spurning Brosnan; er ég að leika Blair? „Roman vísaði því algjörlega á bug og sagði persónuna vera sjálfstæða," útskýrir Brosnan. Í viðtalinu ræðir Brosnan einnig um samstarfið við hinn umdeilda Polanski sem er eftirlýstur fyrir naugðun á bandarískri grund. „Ég veit allt um hans líf en þessi saga var svo ótrúlega heillandi og hann er náttúrlega einstakur kvikmyndagerðarmaður. Ég held að allir viti hvað hafi gengið á í lífi hans en ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég tók þetta hlutverk að mér." Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Pierce Brosnan segist ekki vera að leika Tony Blair í kvikmynd Romans Polanski, The Ghost Writer. Þetta kemur fram í viðtali við gamla Bond-leikarann í The Scotsman. Brosnan viðurkennir að vissulega séu mikil líkindi með persónu hans í myndinni og fyrrum forsætisráðherra Bretlands. The Ghost Writer segir frá ævisagnaritara, leikinn af Ewan McGregor, sem er falið að skrifa ævisögu forsætisráðherra Bretlands. Brosnan viðurkennir hins vegar í viðtalinu að honum hafi dottið Blair fyrst í hug þegar hann las handritið. „Líkindin eru vissulega fyrir hendi. Persónan mín er forsætisráðherra hjá verkmannaflokknum sem er sakaður um stríðsglæpi og fyrir að vera of náinn Bandaríkjunum í stríðinu gegn hryðjuverkum," segir Brosnan. Þegar fundum leikstjórans og leikarans bar saman var fyrsta spurning Brosnan; er ég að leika Blair? „Roman vísaði því algjörlega á bug og sagði persónuna vera sjálfstæða," útskýrir Brosnan. Í viðtalinu ræðir Brosnan einnig um samstarfið við hinn umdeilda Polanski sem er eftirlýstur fyrir naugðun á bandarískri grund. „Ég veit allt um hans líf en þessi saga var svo ótrúlega heillandi og hann er náttúrlega einstakur kvikmyndagerðarmaður. Ég held að allir viti hvað hafi gengið á í lífi hans en ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég tók þetta hlutverk að mér."
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira