Mourinho kemur Ronaldo til varnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2010 10:15 Cristiano Ronaldo. Nordic Photos / Getty Images Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur komið Cristiano Ronaldo til varnar vegna þeirrar gagnrýni sem hefur beinst að honum í tengslum við HM í Suður-Afríku. Portúgal tapaði fyrir Spáni, 1-0, í 16-liða úrslitum keppninnar og skoraði í aðeins einum leik í allri keppninni - gegn Norður Kóreu. Ronaldo hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á mótinu en Mourinho segir að væntingar til hans hafi verið of miklar. „Ég mun ekki láta alla ábyrgð liðsins falla einungis á herðar Ronaldo," sagði Mourinho í samtali við spænska fjölmiðla. „Í mínum liðum þá vinna allir þegar við vinnum. Þegar við töpum, þá tapa ég. Ronaldo getur því slakað á í fríinu sínu." Eftir leikinn gegn Spáni var Ronaldo spurður hvað hafi farið úrskeðis hjá Portúgal á HM. „Hvað fór úrskeðis? Talið við Carlos Queiroz," svaraði þá Ronaldo en Queiroz er landsliðsþjálfari Portúgals. Síðan þá hefur Ronaldo neitað því að um gagnrýni á Queiroz hafi verið um að ræða. Luis Figo, fyrrum landsliðsfyrirliði Portúgal, gagnrýnir núverandi fyrirliða fyrir að sýna svona hegðun. „Fyrirliðinn verður að verja allan hópinn - sama hvað. Þegar illa gengur verður hann að fara fyrir hópnum," sagði Figo. Sjálfur hefur Queiroz gefið sterklega í skyn að hann sé ekki hræddur við að kippa Ronaldo úr liði Portúgals. „Ef einhverjum finnst landsliðstreyjan of lítil á sig þá er engin þörf á viðkomandi," sagði Queiroz. „Ég þarf ekki á því að halda að við höldum mikinn vinskap. Ég fer einungis fram á það að hann sýni mér virðingu. Það er enginn yfir landsliðið hafinn á meðan ég er þjálfarinn." HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur komið Cristiano Ronaldo til varnar vegna þeirrar gagnrýni sem hefur beinst að honum í tengslum við HM í Suður-Afríku. Portúgal tapaði fyrir Spáni, 1-0, í 16-liða úrslitum keppninnar og skoraði í aðeins einum leik í allri keppninni - gegn Norður Kóreu. Ronaldo hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á mótinu en Mourinho segir að væntingar til hans hafi verið of miklar. „Ég mun ekki láta alla ábyrgð liðsins falla einungis á herðar Ronaldo," sagði Mourinho í samtali við spænska fjölmiðla. „Í mínum liðum þá vinna allir þegar við vinnum. Þegar við töpum, þá tapa ég. Ronaldo getur því slakað á í fríinu sínu." Eftir leikinn gegn Spáni var Ronaldo spurður hvað hafi farið úrskeðis hjá Portúgal á HM. „Hvað fór úrskeðis? Talið við Carlos Queiroz," svaraði þá Ronaldo en Queiroz er landsliðsþjálfari Portúgals. Síðan þá hefur Ronaldo neitað því að um gagnrýni á Queiroz hafi verið um að ræða. Luis Figo, fyrrum landsliðsfyrirliði Portúgal, gagnrýnir núverandi fyrirliða fyrir að sýna svona hegðun. „Fyrirliðinn verður að verja allan hópinn - sama hvað. Þegar illa gengur verður hann að fara fyrir hópnum," sagði Figo. Sjálfur hefur Queiroz gefið sterklega í skyn að hann sé ekki hræddur við að kippa Ronaldo úr liði Portúgals. „Ef einhverjum finnst landsliðstreyjan of lítil á sig þá er engin þörf á viðkomandi," sagði Queiroz. „Ég þarf ekki á því að halda að við höldum mikinn vinskap. Ég fer einungis fram á það að hann sýni mér virðingu. Það er enginn yfir landsliðið hafinn á meðan ég er þjálfarinn."
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira