Fótbolti

Mowbray rekinn eftir niðurlægingu Celtic

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tony Mowbray.
Tony Mowbray.

Glasgow Celtic steinlá óvænt fyrir St Mirren 4-0 í skoska boltanum í gær. Þetta var fyrsti sigur St Mirren í tólf leikjum en liðið er í fallbaráttu.

Celtic er tíu stigum á eftir Rangers í skoska boltanum en Rangers á tvo leiki til góða þar að auki. Stuðningsmenn Celtic leyndu ekki óánægju sinni eftir leik í gær.

Tony Mowbray var í dag svo rekinn sem knattspyrnustjóri Celtic. Mowbray sagði eftir leik að hann tæki ábyrgð á þessum úrslitum en vildi ekkert ræða um hvort starf hans væri í hættu.

Talið er líklegt að þjálfarinn Neil Lennon muni taka við stjórnartaumunum hjá Celtic út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×