Enski boltinn

Hefði átt að vera með Berbatov á bekknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, viðurkenndi eftir jafnteflisleikinn gegn Rangers í gær að hann hefði átt að hafa Dimitar Berbatov í hópnum hjá sér.

Ferguson gerði heilar tíu breytingar frá leiknum gegn Everton og var augljóslega að spara leikmenn fyrir leikinn gegn Liverpool um helgina. Sú taktík sprakk framan í andltið á honum því leikur United í gær var hreinasta hörmung.

"Við vildum sjá hvað Javier Hernandez myndi gera í heilum leik. Þess vegna skildi ég Berbatov eftir heima en hann hefur verið í ótrúlegu formi. Það voru mistök því hann hefði getað gert gæfumuninn," sagði Fergie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×