Fótbolti

Queiroz ætlar ekki að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Queiroz.
Carlos Queiroz. Nordic Photos / Getty Images

Carlos Queiroz ætlar ekki að hætta sem landsliðsþjálfari Portúgals þó svo að liðið hafi fallið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Suður-Afríku.

Queiroz og Cristiano Ronaldo hafa fyrst og fremst verið kennt um hvernig fór fyrir liðinu í Suður-Afríku en sá fyrrnefndi lætur gagnrýnina ekki hafa áhrif á sig.

„Það kemur ekki til greina að hætta," sagði Queiroz sem var áður aðstoðarþjálfari Alex Ferguson hjá Manchester United.

„Ef landsliðsþjálfarinn þarf að segja af sér eftir að hafa tapað 1-0 fyrir Spáni í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts þá er eitthvað að. Spánn er eitt sigurstranglegasta liðið í keppninni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×