Enski boltinn

Park klessti Porsche-inn sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvað var ég að spá? Park er ekki að fara að vinna ökuleikni á næstu árum.
Hvað var ég að spá? Park er ekki að fara að vinna ökuleikni á næstu árum.

Kóreumaðurinn Ji-Sung Park, leikmaður Man. Utd, er augljóslega ekki besti ökumaðurinn í Bretlandi eins og hann sannaði á dögunum.

Þá missti hann stjórn á Porsche Cayenne-jeppa sínum er hann var kominn inn á bílastæðið á æfingasvæði Man. Utd.

Skipti engum togum að bíllinn fór í gegnum girðingu og endaði inn á einum af æfingavöllum Man. Utd.

Wayne Rooney og Dimitar Berbatov voru á meðal þeirra sem horfðu á undrandi er Kóreumaðurinn keyrði inn á völlinn.

Strákarnir voru fljótir að athuga hvort það væri í lagi með strákinn og þegar það kom í ljós gátu þeir hlegið að atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×