Enski boltinn

Grant gefinn úrslitakostur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avram Grant, stjóri West Ham.
Avram Grant, stjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Avram Grant verður að vinna minnst einn af næstu þremur leikjum West Ham til að halda starfinu sínu, samkvæmt því sem kemur fram á fréttavef BBC.

Grant tók við West Ham í sumar en hefur unnið aðeins einn af fyrstu ellefu leikjum liðsins í haust og er liðið í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Sam Allardyce, sem var rekinn frá Blackburn í vikunni, þykir koma til greina sem eftirmaður hans verði Grant rekinn.

West Ham mætir næst Blackburn og Fulham á útivelli og svo Everton á heimavelli. Forráðamenn West Ham hafa þó áður sagt að Grant sé öruggur í starfi og myndi nánast örugglega stýra liðinu til loka þessa leiktíðar, að minnsta kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×