Enski boltinn

Daily Star: Best fyrir England að fá Ísland úr 5. flokki

Ómar Þorgeirsson skrifar
Enska landsliðið er í efsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2012.
Enska landsliðið er í efsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2012. Nordic photos/AFP

Dregið verður í riðla í undankeppni EM 2012 nú kl. ellefu en drátturinn fer fram í Varsjá í Póllandi þar sem lokakeppnin verður haldin í Póllandi og Úkraínu.

Ísland er í fimmta styrkleikaflokki af sex en drátturinn var til umfjöllunar hjá Daily Star í gær og þar nefnir blaðamaður Ísland sem auðveldasta mótherja sem Englendingar, sem eru í efsta styrkleikaflokki.

Ásamt Íslandi í fimmta styrkleikaflokki eru Svartfjallaland, Albanía, Eistland, Georgía, Moldavía, Armenía, Kasakstan og Liechtenstein.

Að mati blaðamanns Daily Star myndi draumariðill Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands, verða eftirfarandi: England, Sviss, Skotland, Wales, Ísland og Lúxemborg.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×