Enski boltinn

Gylfi lagði upp mikilvægt sigurmark Reading í B-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/AFP
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp sigurmark Shane Long í 1-0 sigri Reading á Barnsley í ensku b-deildinni í dag. Þetta var fyrsti deildarsigur Reading frá því 5. desember.

Þrátt fyrir frábært gengi í enska bikarnum hefur ekkert gengið hjá liðinu í deildinni og Reading er komið í mikla fallhættu eftir aðeins þrjú stig í síðustu sjö leikjum á undan sigrinum í dag.

Gylfi, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson spiluðu allan leikinn með Reading en Gunnar Heiðar Þorvaldsson sat allan leikinn á bekknum. Emil Hallfreðsson kom inn á 74. mínútu hjá Barnsley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×