Opnunarhátíð Hörpu í maí 28. september 2010 07:30 starfsemi kynnt Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. fréttablaðið/valli Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“ Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“
Lífið Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira