Enski boltinn

Van der Vaart og Huddlestone æfðu í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael van der Vaart.
Rafael van der Vaart. Nordic Photos / Getty Images

Svo gæti farið að þeir Rafael van der Vaart og Tom Huddlestone nái leik Tottenham gegn Inter í Meistaradeild Evrópu á morgun.

Báðir voru sagðir tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla en Van der Vaart fór meiddur af velli í leik Tottenham gegn Manchester United um helgina.

Huddlestone hefur verið að glíma við meiðsli í nára undanfarnar vikur en báðir gátu þeir æft með liðinu í dag.

Van der Vaart missti af fyrri leik Tottenham gegn Inter, sem síðarnefnda liðið vann á heimavelli, 4-3, vegna leikbanns.

Fyrr í dag sagðist Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ekki reikna með því að þeir myndu spila á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×