Fótbolti

Eiður á bekknum hjá Monaco

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Valli

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Monaco sem mætir í dag FC Tours í frönsku bikarkeppninni.

Leikurinn er nýhafinn en Eiður Smári er þó kominn í leikmannahóp félagsins á ný eftir að hafa verið settur út í kuldann í síðustu þremur deildarleikjum síðasta árs.

Hann hefur verið sterklega orðaður við félög í Englandi, allra helst Blackburn upp á síðkastið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×