Fótbolti

Spila Mexíkó og Úrugvæ upp á jafntefli?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Mexíkó og Úrugvæ mætast í lokaumferð A-riðils klukkan 14 að íslenskum tíma. Á sama tíma mæta heimamenn vængbrotnu liði Frakka.

Mexíkó og Úrugvæ eru með fjögur stig en Frakkar og Suður-Afríka eitt. Jafntefli dugir því Úrugvæ og Mexíkó til að komast áfram.

Ef svo fer vinnur Úrugvæ riðilinn og Mexíkó lendir í því að mæta Argentínu í næstu umferð. Mexíkó vill eflaust sleppa við það en það vill heldur ekki tapa leiknum og eiga hættu á að komast ekki áfram.

"Við ætlum ekki að spila upp á jafntefli," segir Javier Aguirre, þjálfari Mexíkó.

"Við munum spila til sigurs. Við getum enn lent í öllum sætum riðilsins og það er lögmál í Mexíkó - að fara alltaf út í leiki til að vinna þá. Mínir menn eru rólegir og okkur líður vel," segir þjálfarinn.

Byrjunarliðin: 1-Oscar Perez; 5-Ricardo Osorio, 15-Hector Moreno, 2-Francisco Rodriguez, 3-Carlos Salcido, 18-Andres Guardado, 4-Rafael Marquez, 6-Gerardo Torrado, 17-Giovani Dos Santos, 9-Guillermo Franco, 10-Cuauhtemoc Blanco.

Úrúgvæ: 1-Fernando Muslera; 2-Diego Lugano, 6-Mauricio Victorino, 4-Jorge Fucile, 16-Maximiliano Pereira, 15-Diego Perez, 17-Egidio Arevalo, 7-Edinson Cavani, 11-Alvaro Pereira, 9-Luis Suarez, 10-Diego Forlan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×