Fótbolti

Sigurliðið fékk að skjóta í tapliðið á æfingu Argentínu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Stemningin í landsliði Argentínu er með hressasta og besta móti. Það hefur sýnt sig að leikmenn ná augljóslega vel saman innan sem utan vallar og er það ein helsta ástæða þess að margir telja liðið líklegt til að fara alla leið á HM.

Það skín líka úr augum leikmanna að þeir hreinlega elska að spila fyrir Diego Maradona.

Á æfingu í dag var skipt í tvö lið og það lið sem tapaði þurfti að taka út refsingu. Þeir þurftu að stilla sér upp í mark og leikmenn sigurliðsins máttu skjóta í þá.

Maradona sjálfur stóð einnig í markinu en á myndinni má sjá Carlos Tevez reyna að forðast bolta sem skotið var af honum.

Lionel Messi var þó í sigurliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×