Fótbolti

Önd truflaði fótboltaleik í Belgíu - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar
Endur eru velkomnar á tjörnina en ekki á fótboltavelli. Mynd/Anton
Endur eru velkomnar á tjörnina en ekki á fótboltavelli. Mynd/Anton

Það voru kannski ekki margir sem biðu með öndina í hálsinum eftir leik Zulte Waregem og Lokeren í belgíska fótboltanum. Inn á völlinn kom hinsvegar óvæntur en óboðinn skemmtikraftur.

Önd truflaði leikinn og var það hinn eldhressi Mahamadou Habib Habibou, leikmaður Zulte Waregem, sem klófesti fuglinn og kastaði honum af vellinum svo leikar gætu haldið áfram.

Dýraverndunarsinnar eru þó líklega ekki hrifnir af aðferðinni sem Habibou notaðist við.

Smelltu hér til að skoða myndband af þessu atviki








Fleiri fréttir

Sjá meira


×