Fótbolti

Drogba: Meiri pressa á okkur en Englendingum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Didier Drogba.
Didier Drogba. GettyImages
Didier Drogba segir að Fílabeinsstrendingar séu undir meiri pressu en Englendingar á HM. Hann segir að heimamenn ætlist til að liðið nái langt þar sem mótið er á heimaslóðum.

Drogba vonast til að geta spilað á mótinu þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn.

"Væntingarnar eru svo gríðarlega miklar heima, miklu meiri en á Englandi. Flestir leikmanna okkar spila fyrir stórlið og hafa unnið stórleiki. En sem þjóð höfum við ekki unnið neitt," sagði Drogba.

"Fólk talar um að þetta sé besta lið sem Fílabeinsströndin hefur verið með og þessvegna er pressan meiri en á Frakkland eða England," sagði framherjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×