Leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni - sjö leikir á dagskrá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2010 11:30 Manchester United tapaði óvænt í fyrri leiknum á móti Burnley. Mynd/AFP Toppliðin Chelsea og Manchester United spila bæði í ensku úrvalsdeildinni í dag en þá fara fram sjö leikir. Fjörið byrjar klukkan 12.45 með afar fróðlegum leik Stoke og Liverpool á Britannia-vellinum og endar með leik Everton og Man City á Goodison Park klukkan 17.30. Allir hinir fimm leikirnir hefjast klukkan 15.00. Stoke - Liverpool (12.45) Liverpool reynir að bæta fyrir tapið á móti Reading í vikunni og getur unnið þriðja deildarsigurinn í röð (unnu Wolves og Aston Villa). Stoke vann sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum þegar þeir unnu 3-2 sigur á Fulham í síðasta deildarleik sínum. Liverpool vann fyrri leikinn 4-0 á Anfield með mörkum Fernando Torres, Glenn Johnson, Dirk Kuyt og David Ngog. Chelsea - Sunderland Chelsea heldur enn toppsætinu í deildinni en Manchester United og Arsenal hafa bæði unnið á upp á síðkastið. Chelsea er með eins stigs forskot á United og þriggja stiga forskot á Arsenal. Sunderland er aðeins búið að vinna einn af tíu útileikjum sínum á tímabilinu. Chelsea vann 3-1 sigur í fyrri leik liðanna eftir að Sunderland hafði komist yfir í leiknum. Chelsea hefur aðeins unnið 2 af síðustu 6 deildarleikjum sínum en þetta verður fyrsti deildarleikur liðsins án Didier Drogba. Man Utd - Burnley Burnley vann einn óvæntasta sigur tímabilsins þegar liðið vann United 1-0 í fyrri leiknum á Turf Moor. Manchester United hefur hinsvegar náð í 25 af 30 stigum mögulegum á Old Trafford og þetta verður því verðugt verkefni fyrir Burnley sem hefur ekki unnið í síðustu níu deildarleikjum sínum. Portsmouth - Birmingham Birmingham hefur ekki tapað í síðustu tólf deildarleikjum sínum og heimsækir neðsta lið deildarinnar. Portsmouth situr eitt á botninum fjórum stigum á eftir næsta liði en vonast til að nýta heimavöllinn vel þar sem liðið hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum á tímabilinu. Tottenham - Hull City Hull mun reyna að hefna fyrir fyrri leikinn sem Tottenham vann 5-1 á útivelli. Jermain Defoe skoraði þrennu í þeim leik og er markahæstur í deildinni ásamt þeim Didier Drogba og Wayne Rooney en þeir hafa allir skorað 14 mörk. Liðin hafa mæst þrisvar í úrvalsdeildinni og útiliðið hefur unnið í öll skiptin. Wolves - Wigan Liðin eru jöfn með 19 stig en Wolves er búið að spila leik meira. Wolves hefur skorað fæst mörk í deildinni en Wigan hefur hinsvegar fengið á sig flest mörk. Wolves vann fyrri leikinn 1-0. Everton - Man City (17.30) Manchester City getur unnið fimmta leikinn í röð undir stjórn Ítalans Roberto Mancini. Manchester City vann 2-1 sigur á Goodison Park á síðasta tímabili sem var þá fyrsti sigur liðsins þar síðan í október 1992. Carlos Tevez hefur skorað 10 mörk í síðustu 7 leikjum sínum. Everton hefur ekki tapað síðan í lok nóvember en 5 af 6 deildarleikjum liðsins frá þeim tíma hafa endað með jafntefli. Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Toppliðin Chelsea og Manchester United spila bæði í ensku úrvalsdeildinni í dag en þá fara fram sjö leikir. Fjörið byrjar klukkan 12.45 með afar fróðlegum leik Stoke og Liverpool á Britannia-vellinum og endar með leik Everton og Man City á Goodison Park klukkan 17.30. Allir hinir fimm leikirnir hefjast klukkan 15.00. Stoke - Liverpool (12.45) Liverpool reynir að bæta fyrir tapið á móti Reading í vikunni og getur unnið þriðja deildarsigurinn í röð (unnu Wolves og Aston Villa). Stoke vann sinn fyrsta sigur í fjórum leikjum þegar þeir unnu 3-2 sigur á Fulham í síðasta deildarleik sínum. Liverpool vann fyrri leikinn 4-0 á Anfield með mörkum Fernando Torres, Glenn Johnson, Dirk Kuyt og David Ngog. Chelsea - Sunderland Chelsea heldur enn toppsætinu í deildinni en Manchester United og Arsenal hafa bæði unnið á upp á síðkastið. Chelsea er með eins stigs forskot á United og þriggja stiga forskot á Arsenal. Sunderland er aðeins búið að vinna einn af tíu útileikjum sínum á tímabilinu. Chelsea vann 3-1 sigur í fyrri leik liðanna eftir að Sunderland hafði komist yfir í leiknum. Chelsea hefur aðeins unnið 2 af síðustu 6 deildarleikjum sínum en þetta verður fyrsti deildarleikur liðsins án Didier Drogba. Man Utd - Burnley Burnley vann einn óvæntasta sigur tímabilsins þegar liðið vann United 1-0 í fyrri leiknum á Turf Moor. Manchester United hefur hinsvegar náð í 25 af 30 stigum mögulegum á Old Trafford og þetta verður því verðugt verkefni fyrir Burnley sem hefur ekki unnið í síðustu níu deildarleikjum sínum. Portsmouth - Birmingham Birmingham hefur ekki tapað í síðustu tólf deildarleikjum sínum og heimsækir neðsta lið deildarinnar. Portsmouth situr eitt á botninum fjórum stigum á eftir næsta liði en vonast til að nýta heimavöllinn vel þar sem liðið hefur unnið 3 af 4 leikjum sínum á tímabilinu. Tottenham - Hull City Hull mun reyna að hefna fyrir fyrri leikinn sem Tottenham vann 5-1 á útivelli. Jermain Defoe skoraði þrennu í þeim leik og er markahæstur í deildinni ásamt þeim Didier Drogba og Wayne Rooney en þeir hafa allir skorað 14 mörk. Liðin hafa mæst þrisvar í úrvalsdeildinni og útiliðið hefur unnið í öll skiptin. Wolves - Wigan Liðin eru jöfn með 19 stig en Wolves er búið að spila leik meira. Wolves hefur skorað fæst mörk í deildinni en Wigan hefur hinsvegar fengið á sig flest mörk. Wolves vann fyrri leikinn 1-0. Everton - Man City (17.30) Manchester City getur unnið fimmta leikinn í röð undir stjórn Ítalans Roberto Mancini. Manchester City vann 2-1 sigur á Goodison Park á síðasta tímabili sem var þá fyrsti sigur liðsins þar síðan í október 1992. Carlos Tevez hefur skorað 10 mörk í síðustu 7 leikjum sínum. Everton hefur ekki tapað síðan í lok nóvember en 5 af 6 deildarleikjum liðsins frá þeim tíma hafa endað með jafntefli.
Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Crystal Palace | Heimsmeistararnir mæta til leiks Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira