Hollendingar ósigraðir í 24 leikjum - Slógu Brasilíu út Hjalti Þór Hreinsson skrifar 2. júlí 2010 15:43 Sneijder fagnar öðru marki sínu. AFP Hollendingar slógu út besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA, Brasilíu, í átta liða úrslitum HM. Leiknum var að ljúka, með 2-1 sigri Hollands. Wesley Sneijder skoraði annað markið og átti hitt nánast skuldlaust. Hollendingar hafa ekki tapað í súðustu 24 leikjum og unnið síðustu níu. Joris Mathijsen meiddist í upphitun og því þurfti Andre Ooijer, hinn 35 ára gamli leikmaður PSV Eindhoven, að fylla í skarðið á síðustu stundu. Það gerði hann ekki vel í upphafi og Arjen Robben var næstur því að ná Robinho sem slapp í gegn. Sendingin frá Gilberto Silva af miðjunni var mjög einföld og Robinho var langt á undan öllum. Hann kláraði færið vel og skoraði gott mark. Hollendingar voru slegnir út af laginu og Brasilíumenn fengu fleiri færi. Kaká átti frábært skot sem Stekelenburg varði stórkostlega í markinu, Brassar áttu að fá víti og Juan skaut yfir úr markteignum. Sóknir Hollendinga voru hugmyndasnauðar og staðan í hálfleik var 1-0, síst of stór forysta Brasilíu. En í seinni hálfleik tóku Hollendingar sig á. Eftir rólegar upphafsmínútur skoraði Wesley Sneijder fyrir Holland, hann sendi boltann fyrir utan af kanti og bæði Felipe Melo og Julio Cesar markmaður stukku upp í boltann. Melo snerti hann en boltinn hafnaði í netinu og Sneijder fagnaði marki sem er þó skráð á Melo. En skömmu síðar skoraði Sneijder mark sem skráist á hann, nú með skalla eftir hornspyrnu sem Dirk Kuyt flikkaði til hans. Eitthvað sem er greinilega beint af æfingasvæði Hollendinga. Felipe Melo fékk réttilega rautt spjald fyrir að traðka á Arjen Robben í pirringi en skömmu áður brjálaðist hann þegar hann vildi fá aukaspyrnu sem ekki var dæmd. Melo ekki vinsælasti maðurinn í Brasilíu í dag. Þrátt fyrir ágæta tilburði náði Brasilía ekki að jafna. Hollendingar því komnir í undanúrslit þar sem það mætir Úrugvæ eða Gana. Hollendingar voru reyndar komnir þrír gegn markmanni í uppbótartíma en skoruðu ekki. Lokatölur 2-1. Hollendingar verða án Nigel de Jon og Gregory Wan der Wijl í undanúrslitunum þar sem þeir fengu gult spjald og verða því í banni. HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira
Hollendingar slógu út besta lið heims samkvæmt styrkleikalista FIFA, Brasilíu, í átta liða úrslitum HM. Leiknum var að ljúka, með 2-1 sigri Hollands. Wesley Sneijder skoraði annað markið og átti hitt nánast skuldlaust. Hollendingar hafa ekki tapað í súðustu 24 leikjum og unnið síðustu níu. Joris Mathijsen meiddist í upphitun og því þurfti Andre Ooijer, hinn 35 ára gamli leikmaður PSV Eindhoven, að fylla í skarðið á síðustu stundu. Það gerði hann ekki vel í upphafi og Arjen Robben var næstur því að ná Robinho sem slapp í gegn. Sendingin frá Gilberto Silva af miðjunni var mjög einföld og Robinho var langt á undan öllum. Hann kláraði færið vel og skoraði gott mark. Hollendingar voru slegnir út af laginu og Brasilíumenn fengu fleiri færi. Kaká átti frábært skot sem Stekelenburg varði stórkostlega í markinu, Brassar áttu að fá víti og Juan skaut yfir úr markteignum. Sóknir Hollendinga voru hugmyndasnauðar og staðan í hálfleik var 1-0, síst of stór forysta Brasilíu. En í seinni hálfleik tóku Hollendingar sig á. Eftir rólegar upphafsmínútur skoraði Wesley Sneijder fyrir Holland, hann sendi boltann fyrir utan af kanti og bæði Felipe Melo og Julio Cesar markmaður stukku upp í boltann. Melo snerti hann en boltinn hafnaði í netinu og Sneijder fagnaði marki sem er þó skráð á Melo. En skömmu síðar skoraði Sneijder mark sem skráist á hann, nú með skalla eftir hornspyrnu sem Dirk Kuyt flikkaði til hans. Eitthvað sem er greinilega beint af æfingasvæði Hollendinga. Felipe Melo fékk réttilega rautt spjald fyrir að traðka á Arjen Robben í pirringi en skömmu áður brjálaðist hann þegar hann vildi fá aukaspyrnu sem ekki var dæmd. Melo ekki vinsælasti maðurinn í Brasilíu í dag. Þrátt fyrir ágæta tilburði náði Brasilía ekki að jafna. Hollendingar því komnir í undanúrslit þar sem það mætir Úrugvæ eða Gana. Hollendingar voru reyndar komnir þrír gegn markmanni í uppbótartíma en skoruðu ekki. Lokatölur 2-1. Hollendingar verða án Nigel de Jon og Gregory Wan der Wijl í undanúrslitunum þar sem þeir fengu gult spjald og verða því í banni.
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Sjá meira