Fótbolti

AS Monaco: Munum ræða við Eið á næstu dögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári í leik með AS Monaco.
Eiður Smári í leik með AS Monaco. Nordic Photos / AFP

Forráðamenn AS Monaco í Frakklandi segja að þeir muni á næstu dögum ræða við Eið Smára Guðjohnsen um framtíð hans hjá félaginu.

Eiður hefur sterklega verið orðaður við Blackburn í Englandi og sagði Arnór Guðjohnsen, faðir hans og umboðsmaður, að hann væri alvarlega að íhuga að fara aftur til Englands þar sem hann lék með Bolton og Chelsea á sínum tíma.

Eiður fór til AS Monaco í haust frá Barcelona en hefur ekki þótt standa undir væntingum. Hann hefur ekki enn náð að skora í deildarleik og var ekki í leikmannahóp liðsins undir lok síðasta árs.

„Það er rétt að frammistaða hans hefur valdið vonbrigðum," sagði Marc Keller, framkvæmdarstjóri AS Monaco, við franska fjölmiðla. „Við erum opnir fyrir ýmsu en þetta fer eftir því hvað hann vill. Við munum ræða við hann á næstu dögum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×