Enski boltinn

Blackburn fær til sín tyrkneskan reynslubolta frá Stuttgart

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yildiray Basturk í leik með tyrkneska landsliðinu.
Yildiray Basturk í leik með tyrkneska landsliðinu. Mynd/AFP
Blackburn Rovers hefur fengið tyrkneska miðjumanninn Yildiray Basturk á láni út tímabilið frá þýska liðinu Stuttgart en Blackburn sér um leið á eftir Benni McCarthy til West Ham.

Yildiray Basturk er 31 árs og 169 sm sóknartengiliður og hefur spilað í fjórtán ár í þýsku deildinni. Hann á einnig að baki 49 landsleiki fyrir Tyrki.

Basturk hefur leikið með fjórum þýskum liðum á ferlinum, VfL Bochum (1997-2001), Bayer 04 Leverkusen (2001-2004), Hertha BSC (2004-2007) og svo VfB Stuttgart frá 2007.

Basturk hefur aðeins komið við sögu í einum leik hjá Stuttgart á tímabilinu en hann lék alls 31 deildarleik með félaginu og skoraði í þeim 4 mörk.

Basturk lék alls 249 leiki í Þýsku bundesligunni og skoraði í þeim 32 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×