Enski boltinn

Fimm leikmenn á leið frá United?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United.
Dimitar Berbatov, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Eins og venjulega eru ensku dagblöðin stútfull af orðrómum og sögusögnum um liðin í ensku úrvalsdeildinni. Einna athyglisverðust er frétt The Mirror um að fimm leikmenn Manchester United eru á leið frá félaginu.

Þessir leikmenn kostuðu samtals um 80 milljónir punda en Alex Ferguson, stjóri United, er sagður reiðubúinn að losa sig við þá Dimitar Berbatov, Anderson, Nani, Zoran Tosic og Nemanja Vidic. Allir nema sá síðastnefndi eru sagðir hafa valdið honum vonbrigðum en Vidic mun vera orðinn þreyttur á lífinu í Englandi.

Berbatov kom frá Tottenham fyrir einu og hálfu ári síðan og kostaði rúmar 30 milljónir punda. Hann hefur þó aðeins skorað 20 mörk í 66 leikjum með United og aldrei náð að sýna almennilega hvað í honum býr.

Ferguson er sagður áhugasamur um að fá Karim Benzema frá Real Madrid en þar hefur hann ekki náð að festa sig almennilega í sessi.

Smelltu hér til að lesa frétt The Mirror í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×