Enski boltinn

Mancini finnur ekki fyrir pressunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez fer hér af velli fyrir Barry. Tevez hristi hausinn yfir skiptingunni.
Tevez fer hér af velli fyrir Barry. Tevez hristi hausinn yfir skiptingunni.

Breskir fjölmiðlar segja að það sé heitt undir Roberto Mancini, stjóra Man. City, eftir markalausa jafnteflið gegn Birmingham í dag. Sjálfur segist Mancini ekki vera undir neinni pressu.

City er búið að gera tvö markalaus jafntefli í röð og varkár leikstíll Mancini fer í taugarnar á mörgum stuðningsmönnum liðsins.

Steininn tók þó úr í dag er Mancini tók Tevez af velli tíu mínútum fyrir leikslok og setti miðjumanninn Gareth Barry inn í hans stað.

"Þeir sem halda að fjórir framherjar á vellinum þýði fjögur mörk vita ekki hvað þeir eru að tala um. Þannig hugsa kannski stuðningsmenn en ég verð að hugsa eins og knattspyrnustjóri," sagði Mancini eftir leikinn.

"Ég er svekktur að hafa ekki fengið öll stigin í dag. Ég vildi vinna leikinn. Við fengum tækifæri til þess að skora í leiknum en við erum í vandræðum fyrir framan markið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×