Enski boltinn

Schmeichel: Man. City er bara að kaupa vandræði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Schmeichel er mikið í golfi þessa dagana.
Schmeichel er mikið í golfi þessa dagana.

Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Man. Utd og Man. City, segir að City sé ekki að gera rétt með því að eyða endalausum pening í leikmenn.

Það er mikið slúðrað um slæman móral í búningsklefa félagsins en Adebayor og Vincent Kompany rifust í leiknum gegn Wolves um daginn. Einnig er hermt að James Milner og Yaya Toure hafi lent saman.

"Ef fólk horfir á hvað félagið er að gera þá er það ekkert annað en að kaupa og kaupa. Liðið er í raun bara að kaupa sér vandræði," sagði Daninn stóri.

"Það eru fjölmörg vandræði í hópnum og þessi vandræði munu ekki hverfa. Þvert á móti munu þau aukast. Þetta vandamál er ekki til staðar hjá Man. Utd því þar er uppbyggingin rétt og gerð á réttum forsendum.

"United hefur gert þetta rétt í 25 ár og það er ástæðan fyrir velgengni félagsins. Ég hef alltaf verið hrifinn af því hvernig hlutirnir virka hjá United," sagði Peter Boleslaw Schmeichel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×