Býr sig undir spennandi ár í breska tónlistarbransanum 28. desember 2010 10:00 „Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
„Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira