Enski boltinn

Stuðningsmenn Man Utd svara til baka fyrir Tevez-skiltið

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þegar Carlos Tevez yfirgaf Manchester United árið 2009 og hélt á vit ævintýranna hjá erkifjendunum í City ákváðu þeir ljósbláu að strá salti í sár stuðningsmanna United.

Þeir bjuggu til skilti með mynd af Tevez sem sett voru upp á áberandi stöðum þegar komið var inn í Manchester-borg. Á skiltinu var fólk boðið velkomið til borgarinnar með orðunum „Welcome to Manchester".

Nú rúmu ári síðar vill Tevez losna frá City og stuðningsmenn United fengu tækifæri til að launa lambið gráa. Það tækifæri nýttu þeir sér og hafa komið með nýja útfærslu af skiltinu góða í formi veggspjalda. Á nýju útgáfunni stendur einfaldlega „Goodbye to Manchester".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×