Enski boltinn

Emil skoraði markið sitt með fyrirgjöf utan af kanti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Hallfreðsson í leik með Barnsley.
Emil Hallfreðsson í leik með Barnsley. Mynd/Getty Images

Emil Hallfreðsson skoraði mark Barnsley á móti Sheffield Wednesday í ensku b-deildinni í gær en hann ætlaði sér þó líklega bara að gefa boltann fyrir markið þegar hann skoraði.

Emil fékk boltann út á vinstri vængnum og gaf háan bolta fyrir markið en Lee Grant, markvörður Sheffield Wednesday, misreiknaði sig þannig að boltinn sveif yfir hann og dat í fjærhornið.

Markið hans Emils komá 7. mínútu leiksins eða fjórum mínútum eftir að Sheffield Wednesday hafði komst í 1-0.

Emil átti síðan að fá víti í fyrri hálfleik þegar hann var felldur inn í vítateignum en dómarinn dæmdi ekki neitt og svo fór að Sheffield Wednesday tryggði sér 2-1 sigur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×