Enski boltinn

Eiður Smári hefur skorað 104 mörk í 333 leikjum í Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki með Chelsea.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar hér marki með Chelsea. Mynd/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn aftur í enska boltann eftri þriggja og hálfs fjarveru en Mónakó lánaði íslenska landsliðsmanninn til Tottenham í dag. Eiður Smári lék síðast á Englandi með Chelsea vorið 2006.

Eiður Smári hefur alls leikið 333 leiki fyrir ensk lið þar af 263 þeirra fyrir Chelsea frá 2000 til 2006. Eiður Smári skoraði 104 mörk í þessum leikjum en 54 af þessum mörkum komu í 182 leikjum hans í ensku úrvalsdeildinni.

Nú er að sjá hvort Eiður Smári geti bætt við þessa tölfræði með Tottenham en hann hefur ekki skorað mark í mótsleik í langan tíma.



Tímabil Eiðs Smára í Englandi:


1998-99 Bolton (b-deild) 18 leikir, 5 mörk (14/5 í deild)

1999-2000 Bolton (b-deild) 52 leikir, 21 mark (41/13)

Samanlagt: 70 leikir, 26 mörk (55/18 í deild)

2000-01 Chelsea (úrvalsdeild) 37 leikir, 13 mörk (30/10)

2001-02 Chelsea (úrvalsdeild) 43 leikir, 23 mörk (29/14)

2002-03 Chelsea (úrvalsdeild) 44 leikir, 10 mörk (35/10)

2003-04 Chelsea (úrvalsdeild) 43 leikir, 13 mörk (25/6)

2004-05 Chelsea (úrvalsdeild) 59 leikir, 16 mörk (37/12)

2005-06 Chelsea (úrvalsdeild) 37 leikir, 3 mörk (26/2)

Samanlagt: 263 leikir, 78 mörk (182/54 í deild)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×