Enski boltinn

Redknapp slapp með aðvörun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, verður ekki kærður fyrir ummæli sín í kjölfar leiks Man. Utd og Spurs. Hann fékk þó aðvörun frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Aganefndin tók sérstaklega fram að hótanir Redknapp um að hætta að mæta í sjónvarpsviðtöl ef hann yrði kærður hefðu ekki haft áhrif á þessa niðurstöðu.

Redknapp sagði að markið sem Nani skoraði í leiknum hefði verið hreint hneyksli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×