Enski boltinn

Heskey frá í einn mánuð

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Emile Heskey í leik með Aston Villa.
Emile Heskey í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images

Emile Heskey, leikmaður Aston Villa, verður frá keppni næsta mánuðinn eftir að hann meiddist á hné á æfingu með liðinu í gær.

Heyskey er með sködduð liðbönd í hné en þetta er mikið áfall fyrir hann enda búinn að spila vel síðan að Gerard Houllier tók við Villa. Hann hefur skorað fjögur mörk á tímabilinu.

Houllier er nú í miklum vandræðum með sóknarmenn fyrir leikinn gegn Fulham um helgina en aðeins einn sóknarmaður úr aðalliðshópnum er heill heilsu - Norðmaðurinn John Carew.

Það er því líklegt að unglingurinn Nathan Delfouenso verði með Carew í framlínu liðsins á laugardaginn.

Heskey lék 62 landsleiki á ferlinum og skoraði í þeim sjö mörk en hann hætti að gefa kost á sér í landsliðið í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×