Enski boltinn

Jóhannes Karl: Pabbi gefur mér oft góð ráð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhannes í leik með Huddersfield.
Jóhannes í leik með Huddersfield.

Jóhannes Karl Guðjónsson, leikmaður Huddersfield, stefnir á að feta í fótspor föður síns, Guðjóns Þórðarsonar, og komast upp úr ensku C-deildinni með Huddersfield.

Guðjón náði að koma Stoke upp í þriðju tilraun en var svo rekinn frá félaginu aðeins fimm dögum síðar.

"Ég man enn eftir því þegar pabbi kom Stoke upp. Ég var á þeim tíma að spila í Hollandi og minnir að Stoke hafi unnið úrslitaleik um sæti á Þúsaldarvellium. Það væri gaman að fara sömu leið og komast upp úr deildinni," sagði Jóhannes Karl við Yorkshire Evening Post.

"Pabbi stóð sig mjög vel hjá Stoke en var samt látinn fara. Það var skrítið en þannig er fótboltinn stundum. Ég tala oft við pabba og hann fylgist vel með því sem ég er að gera. Hann gefur mér alltaf góð ráð. Það er svolítið skrítið að vera einn eftir í Englandi en við vorum einu sinni allir þrír bræðurnir hérna," sagði Jóhannes Karl en bæði Bjarni og Þórður léku á Englandi og þar á meðal báðir með Stoke.

"Við spjöllum líka mikið saman í símann. Ég sé síðan Bjarna spila á sumrin heima á Íslandi. Þeir koma svo og sjá mig spila á veturna þannig að við höldum góðu sambandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×